Episodes

  • Fyrstu fimm: Elvar Már Friðriksson
    Jun 30 2025

    Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer leikmaður íslenska landsliðsins og Maroussi í Grikklandi Elvar Már Friðriksson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum.

    Elvar er 30 ára gamall og að upplagi úr Njarðvík. Eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins hóf hann að leika með meistaraflokki þeirra árið 2011. Þar var hann allar götur til 2014, en þá fór hann til LIU í bandaríska háskólaboltanum. Eftir fyrsta árið þar skipti hann um skóla og lauk feril sínum í háskólaboltanum með Barry árið 2018.

    Síðan þá hefur hann leikið á fjölmörgum stöðum í Evrópu, Svíþjóð, Frakklandi, Litháen, Ítalíu, Belgíu og nú síðast í sterkri efstu deild Grikklands. Þá hefur hann einnig verið í Evrópukeppnum með nokkrum þeirra liða sem hann hefur leikið fyrir.

    Á flestum stöðum lætur Elvar Már duglega að sér kveða, en einstaklingsverðlaun hans eru nokkur og frá ólíkum stöðum. Árið 2020 var hann valinn bakvörður ársins í Svíþjóð, 2021 verðmætasti leikmaðurinn í Litháen og í þrígang hefur hann verið valinn körfuboltamaður ársins á Íslandi, 2021, 2022 og 2023. Þá var hann valinn leikmaður deildar sinnar síðustu tvö árin í bandaríska háskólaboltanum.

    Síst merkileg eru met hans og titla er varða stoðsendingar, en hann virðist nánast alltaf vera meðal stoðsendingahæstu leikmanna sem hann spilar með/gegn hvort sem það er með landsliði eða í deild. Hann á t.a.m. stoðsendingamet grísku deildarinnar, en hann gaf 17 stykki í einum og sama leiknum á nýafstöðnu tímabili.

    Elvar Már hefur einnig gert vel með íslenska landsliðinu, en hann mun nú í haust fara í annað skiptið með liðinu á lokamót EuroBasket.

    Stjórnandi: Pálmi Þórsson

    Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.


    Show more Show less
    46 mins
  • Fyrstu fimm: Martin Hermannsson
    Jun 23 2025

    Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer leikmaður íslenska landsliðsins og Alba Berlin í Þýskalandi Martin Hermannsson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum.

    Martin er 30 ára og að upplagi úr KR og eftir að hafa leikið upp yngri flokka með félaginu hóf hann að leika með meistaraflokki félagsins aðeins 15 ára gamall árið 2009. Þó má segja að hann hafi unnið aðeins tvo titla með KR, 2011 og 2014, en í þeim seinni var hann besti leikmaður deildarinnar.

    Eftir seinni titilinn fór Martin út til Bandaríkjanna í háskóla. Þaðan fór hann svo og gerði vel með tveimur liðum í Frakklandi áður en hann fór til Alba Berlin árið 2018. Þaðan fór hann svo til Valencia á Spáni, þar sem hann lék 2020 til 2020 áður en hann fór aftur til Alba Berlin.

    Með bæði Alba Berlin og Valencia hefur Martin leikið í deild þeirra bestu í Evrópu, EuroLeague, en hann var t.a.m. einn stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð.

    Martin hefur einnig gert vel með íslenska landsliðinu, en hann mun nú í haust fara í þriðja skiptið með liðinu á lokamót EuroBasket.

    Stjórnandi: Pálmi Þórsson

    Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.

    Show more Show less
    1 hr and 21 mins
  • The Uncoachables: Interview with Dani Rodriguez (she's back!)
    Jun 1 2025

    Helgi is hosting solo this time around but he has an old friend of the podcast back, Dani Rodriguez. She and Helgi talk about her first years here, coaching, taking a break from playing basketball, coming back to the game and much more. Enjoy!

    Host: Helgi Hrafn Ólafsson
    Guest: Danielle Rodriguez

    The Uncoachables is brought to you by Lykill, Bónus, Kristall and Lengjan.

    Show more Show less
    57 mins
  • The Uncoachables: The Road Trip to Síkið
    May 25 2025

    Helgi and David take their equipment on the road as they drive to Sauðárkrókur for Game 5 of the men's Icelandic Championship (the final deciding game) between Tindastóll and Stjarnan.

    We discuss the playoffs up until now, how the women's Icelandic Championship ended (also a deciding Game 5) and some gossip and news from around the leagues.

    Hosts: Helgi Hrafn Ólafsson and David Patchell.


    The Uncoachables is brought to you by Lykill, Bónus, Kristall and Lengjan.


    Show more Show less
    1 hr and 43 mins
  • Aukasendingin: KR stakk undan Keflavík, slúður og allt undir í Síkinu
    May 19 2025

    Aukasendingin kom saman með þjálfaranum Guðmundi Inga Skúlasyni og tónlistarmanninum og körfuknattleiksspekingnum Jóni Frímanns til þess að ræða fréttir vikunnar, slúður og úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar. Þá er farið yfir einhverja topp fimm lista í upptökunni, meðal annars hverjir séu bestir í að lýsa leikjum í sjónvarpi.

    Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.


    Show more Show less
    56 mins
  • Sjötti maðurinn: Skapmiklir Skagfirðingar, oddaleikir og Bónus spjallið logar
    May 13 2025

    Sjötti maðurinn mættur aftur og fullskipaðir! Farið var ítarlega yfir seríu Tindastóls og Stjörnunnar. Rætt um bonus spjallið og Grísku bræðurna, sömuleiðis "gömlu" kallana í Stjörnunni og Silfurskeiðina.

    Einnig var tekin umræða um úrslitaeinvígið kvenna megin en sú sería er hrikalega spennandi. Sömuleiðis ræddum við oddaleik Ármanns og Hamars þar sem Ármenningar tryggðu sig upp í deild þeirra bestu. NBA horn, Euroleague horn og endalaust af veislu.

    Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.

    Sjötti maðurinn er í boði Bónus, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils

    Show more Show less
    1 hr
  • Aukasendingin: Stólarnir í þremur, Hörður hættur og orðið á götunni
    May 6 2025

    Aukasendingin fékk til sín Mumma Jones og Árna Jóhanns til að ræða undanúrslit og úrslit Bónus deildar karla/kvenna, fréttir vikunnar, nýja reglu um erlenda leikmenn, orðið á götunni, vandræði Keflavíkur, tónlist á leikjum og margt fleira.

    Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.


    Show more Show less
    1 hr and 14 mins
  • Sjötti maðurinn: Svakalegir Stólar, Grindvíska geðveikin og orðið á götunni
    May 4 2025

    Sjötti maðurinn loksins mættur aftur eftir alltof langa pásu. Púlsinn tekinn á úrslitakeppninni karlamegin og sömuleiðis farið yfir úrslitaeinvígi kvenna. Fyrsta deildin tekin í nefið, bæði karla og kvenna.

    Nokkrir fastir liðir, hvaða þjálfarar geta tekið næsta stökk? ...og hvaða leikmenn eiga nýliðarnir að leita í?

    Stjórnendur: Mikael Máni Hrafnsson, Eyþór Orri Árnason og Ögmundur Árni Sveinsson.

    Sjötti maðurinn er í boði Bónus deildarinnar, Tactica, Lengjunnar, Kristalls og Lykils.

    Show more Show less
    1 hr and 10 mins